26.02.1948
Efri deild: 69. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 582 í C-deild Alþingistíðinda. (2800)

66. mál, landshöfn í Höfn í Hornafirði

Ásmundur Sigurðsson:

Herra forseti. Hv. þm. Barð. vildi í sinni ræðu gera mikið úr því, að það vantaði heimild í frv. til þess að yfirtaka þau hafnarmannvirki, sem nú er búið að gera á Hornafirði, og sagði að hafnarsjóður hefði rétt til þess að starfrækja þau áfram, nema samþykki þeirra aðila fengist, sem þar réðu, til þess að ríkið yfirtæki þau. Ég vil benda á í sambandi við þetta, að fyrir liggja áskoranir hafnarn. og hreppsn. í Hornafirði um það, að ríkið taki þetta að sér. Þess vegna þori ég að fullyrða, að engin vandræði munu verða að ná samkomulagi heima fyrir um framkvæmd verksins. ef þetta frv. verður samþ.

Enn fremur sagði hv. þm. Barð., að hér væri aðeins um heimild fyrir ríkisstj. að ræða til þess að taka lán til þeirra framkvæmda, og vildi segja, að framkvæmdirnar væru þar með úr sögunni.

Ég endurtek það, sem ég sagði í minni fyrri ræðu, að ég mótmæli samþykkt þessarar skriflegu brtt sem hér liggur fyrir.