10.02.1948
Efri deild: 58. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 321 í B-deild Alþingistíðinda. (379)

146. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1948

Forseti (BSt):

Ég bendi á, að hverjum dm. var að sjálfsögðu heimilt að gera till. um það við 1. umr. þessa máls að vísa því til n., það átti hver kost á því, sem vildi. En það lá ekki fyrir nein till. um það, og leitaði ég því að sjálfsögðu aðeins atkvæða um að vísa málinu til 2. umr., en ekki um að vísa því til n., þar sem ekki lá nein till. fyrir um það.

Viðvíkjandi því, hvað málinu liggur á, er það að segja, að það verður að vera búið að samþykkja þetta frv. fyrir 15. febr., því að þá á nýtt þing að hefjast samkvæmt stjskr., ef því hefur ekki áður verið frestað með lögum.