12.11.1947
Sameinað þing: 20. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 540 í D-deild Alþingistíðinda. (3798)

904. mál, endurgreiðsla tolls af innfluttum timburhúsum

Pétur Magnússon:

Herra forseti. Út af því, sem fram hefur komið í þessum umr., vildi ég minna á það, að um það leyti, sem lög nr. 44 frá 1946 voru sett, sat n. á rökstólum, skipuð af fyrrv. hæstv. félmrh., og átti hún að gefa álit um það, hvort hún teldi æskilegt að flytja inn tilbúin hús. Um þetta voru allskiptar skoðanir, en það varð að samkomulagi milli mín og fyrrv. félmrh. og gefin samkvæmt því sú yfirlýsing, að ef heimildin um tollaívilnun væri sett inn í lögin, yrði hún því aðeins notuð, að n. léti í ljós það álit, að stuðla bæri að innflutningi tilbúinna húsa. Álit n. var á þá leið, að hún var mótfallin slíkum innflutningi, og í fullu samræmi við það var það, að ég neitaði um að eftirgefa tollinn. Ég held því, að það sé ekki rétt hjá hv. 1. þm. N-M., er hann telur innflytjendur húsa árið 1946 svikna um fyrirheit. Gerðir fjmrn. eru í fullu samræmi við það, sem kom fram hér á þingi, og vildi ég aðeins benda á þetta, að synjunin á tollaeftirgjöfinni er ekki í ósamræmi við það, sem gerðist hér á Alþ.