22.01.1948
Efri deild: 44. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 326 í B-deild Alþingistíðinda. (399)

126. mál, réttindi Sameinuðu þjóðanna

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Frv. þetta er um það að staðfesta fyrir Íslands hönd samning þann um réttindi Sameinuðu þjóðanna, sem samþykktur var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem sjá má á fskj. með frv. En þau réttindi eru þess eðlis, að þeir menn, sem eru í erindum Sameinuðu þjóðanna innan lögsögu íslenzka ríkisins, hafa sama rétt eins og diplómatískir embættismenn. Þetta er aðalefni þessa frv., sem hér liggur fyrir. Það má kannske segja, að þessi réttindi séu þannig í eðli sínu, að ekki þyrfti lögbindingu á þeim. við athugun virtist okkur þetta vafasamt. Annars staðar í löndum hefur verið farið þannig að, að gefin hafa verið þar út lög til staðfestingar þessum réttindum. Og úr því að svo var farið að þar, þótti rétt að fara eins að hér.

Um málið sjálft efnislega mun ekki vera ágreiningur, og má skoða samþ. þessa frv. sem hreint formsatriði í framhaldi af því, sem áður hefur verið gert.