15.03.1948
Efri deild: 78. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 487 í B-deild Alþingistíðinda. (739)

187. mál, síldarvinnslutæki o.fl.

Brynjólfur Bjarnason:

Ég þakka hæstv. ráðh. þau góðu svör, sem hann gaf, hvað snertir tvær fsp. þá svaraði hann því, að lántakan stæði ekki í sambandi við Marshall-áætlunina. Ríkisstj. hefur hugsað sér þessa lántöku með venjulegum skilyrðum. Ég lít þannig á þetta svar sem ríkisstj. hér sé þeirrar skoðunar, að þetta frv. heimili aðeins lántöku með venjulegum lánsskilyrðum. Það er nauðsynlegt, að það sé ljóst, að þetta sé skilningur ríkisstj., og ef því verður ekki mótmælt, þá er ekki þörf á því að taka frekara fram um þetta atriði í frv., sem annars hefði verið nauðsynlegt að mínum dómi.