22.03.1948
Neðri deild: 78. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 491 í B-deild Alþingistíðinda. (754)

187. mál, síldarvinnslutæki o.fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vildi í sambandi við þetta frv. segja það, að það mætti ekki minna vera en að hæstv. ríkisstj. yrði viðstödd, er umr. fara fram um þetta mál. Ég hefði óskað þess, að hæstv. fjmrh. yrði hér viðstaddur, því að ég mun þurfa að spyrja hann nokkurra spurninga í sambandi við þetta mál. Ég mælist eindregið til þess, að hæstv. forseti geri ráðstafanir til þess, að hæstv. fjmrh. verði viðstaddur umræðuna.