23.03.1948
Efri deild: 85. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 524 í B-deild Alþingistíðinda. (832)

161. mál, bifreiðalög

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Þetta mál er komið hingað aftur frá Nd., sem hefur gert á því eina breyt. Breyt. er í því fólgin, að eins og frv. fór frá þessari hv. d. til hv. Nd., þá var í því gert ráð fyrir, að engum mætti veita æfingu í akstri, sem yngri væri en svo, að hann vantaði þrjá mánuði í átján ára aldur. En hv. Nd. breytti þessu ákvæði frv. þannig, að í frv. er þetta þannig nú, að ekki megi veita yngri mönnum en seytján ára æfingu í akstri. — Ég tei, að þetta eigi ekki að standa í vegi fyrir því, að frv. sé samþ., þó að n. hafi að vísu ekki haft fund um frv., eftir að því var breytt á þennan veg í hv. Nd.