23.03.1948
Neðri deild: 82. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 838 í B-deild Alþingistíðinda. (984)

182. mál, verndun fiskimiða landgrunnsins

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Ég vil staðfesta það, að ég tel, að það sé einsætt, að eins og frv. liggur fyrir, þá feli það ekki í sér neina heimild til þess að gera nokkrar tilslakanir frá gildandi reglum um landhelgi og friðun á landgrunninu, enda er það sízt af öllu tilætlunin með frv., heldur, eins og allir mega sjá, er það flutt með það fyrir augum, að reynt verði af Íslands hálfu að ná þó nokkru meiri rétti í þessum efnum heldur en við höfum haft til þessa.