16.05.1949
Neðri deild: 110. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 823 í B-deild Alþingistíðinda. (1270)

180. mál, fiskiðjuver í Reykjavík

Einar Olgeirsson:

Í ræðu, sem ég hélt áðan um málið, minntist ég á, að ég mundi vilja flytja brtt. um að fella 10. gr. niður. Þá var því skotið fram, — að ég held af hv. frsm. sjútvn. — að það væri óþarfi, því að gr. mundi fást borin upp út af fyrir sig, og ég féllst á það með því móti, að gr. fengist borin upp sérstaklega. Ég býst við, að hæstv. forseti hafi heyrt þessi orðaskipti okkar og hafi ekkert haft við það að athuga, svo í góðri trú flutti ég ekki brtt., af því að þessi aths. kom fram frá hv. frsm. n. og hæstv. forseti virtist ekkert hafa við það að athuga.