17.05.1949
Efri deild: 112. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 834 í B-deild Alþingistíðinda. (1299)

180. mál, fiskiðjuver í Reykjavík

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Síðan ég kom í ráðun., hefur fiskimálasjóður iðulega skrifað ráðun. um ákvarðanir sínar, sem flestallar ganga út á það að veita lán til smáhraðfrystihúsa víðsvegar um landið, og ég hef í öllum tilfellum fallizt á till. stjórnar fiskimálasjóðs í þessum efnum. Ef ég ætti að gera það viðbragð að segja við stjórn fiskimálasjóðs: Þið verðið fyrst og fremst að standa undir fiskiðjuverinu, — þá mundi fiskimálasjóður ekki vera þess megnugur að geta léð hjálparhönd á þann hátt, sem hann hefur gert, og með mínu samþykki.