14.12.1948
Efri deild: 32. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1374 í B-deild Alþingistíðinda. (1707)

80. mál, aðstoð til síldarútvegsmanna

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Með því að hæstv. ráðh. hefur ekki séð sér fært að lýsa yfir, að útvegsmenn megi greiða lausaskuldir með lánum þeim, er þeir kunna að fá í bönkunum til rekstrar útgerðar sinnar, þá leiðir það af sér, að þessar skuldir verða ekki greiddar, og fyrst svo er, tel ég ekki hægt að taka brtt. til baka. — Afstaða þm. N-Þ. í þessu máli byggist á misskilningi eins og afstaða hans í fleiri málum, því að hann greiðir atkvæði og túlkar málin eins og honum er skipað af sínum flokki.