03.03.1949
Efri deild: 69. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1541 í B-deild Alþingistíðinda. (2200)

126. mál, lax- og silungsveiði

Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti. Ég vil taka undir ummæli hæstv. fjmrh., að málið fari til hv. landbn. Ég hygg, að till. hv. þm. Barð. væri leið til að afla tekna varðandi starfsemi veiðimálastjóra. Ég á bágt með að skilja þá afstöðu tveggja hv. nm., að ekki sé hægt að semja um greiðslur, er hefðu það í för með sér, að tekjur kæmu af þessari starfsemi. Ég vil segja, að mörg atriði koma til greina, að gjöld megi leggja á, er lækkuðu þennan kostnað. Ég vil svara hv. 1. þm. N-M. því, að þetta á ekki að vera nein bráðabirgðabreyt. Þó að þetta verði endurskoðað, þá er enginn fastur liður, að engar tekjur komi á móti kostnaðinum. Ég vil að málið fái rækilega meðferð í hv. n., hvort ekki megi lækka kostnaðinn. Mikill hluti laxveiðinnar hér á landi er leikfang auðugra manna, sem eru að gutla í ánum og veiða lax, þar sem þeir kaupa þær upp á stórum svæðum. Ættu þeir að gjalda skatt af þessu sporti sínu. (BÓ: En að það lenti á eigendunum sjálfum?) Já, eða eigendum ánna.