03.05.1949
Efri deild: 94. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1623 í B-deild Alþingistíðinda. (2398)

204. mál, einkasala á tóbaki

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Hv. 1. þm. N–M. vék að því áðan, að það væri æskilegt, að fyrir þm. lægi heildaryfirlit yfir það, hvernig hugsað er að ná endum fjárl. saman, hvort það er hugsað með mörgum slíkum frv. eins og þessu eða hvort till. eru uppi um niður færslu á útgjaldahlið fjárl. Ég tek undir það, að æskilegt væri að fá að heyra um þetta frá hv. frsm. fjvn., áður en lengra er fram haldið um afgreiðslu þessa tóbaksfrv. Annars vil ég segja það um efni frv., að það er aldrei byggt á skynsamlegu viti að eyða fjármunum sínum og heilbrigði í tóbaksreykingar, allra sízt þegar búið er að gera þessa vörusölu að okurstarfsemi. Guð má hjálpa ríkisstj., þegar þjóðin vitkast svo, að hún leiðist frá braut áfengis- og tóbaksnotkunar.