07.05.1949
Efri deild: 100. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1722 í B-deild Alþingistíðinda. (2655)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Það var ekki meining mín að leggjast á móti því, að fjhn. fengi hlé til að tala saman stutta stund. En af því að mér þótti vandséð, að fundur yrði þá aftur kl. 5, var ég mótfallinn því, að málið yrði dregið þannig. Hv. 4. landsk. impraði ekki á þessu máli í morgun, er fundur var í n. Honum virðist hafa dottið það í hug þessa klukkustundina, því að í morgun hafði hann tækifæri til að tala um þetta, en lét það ónotað. En sé það nú tryggt, að málið komist áfram í dag, er ég ekki á móti því, að nm. tali saman skamma stund.