10.05.1949
Neðri deild: 105. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1733 í B-deild Alþingistíðinda. (2673)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Frsm. meiri hl. (Axel Guðmundsson):

Herra forseti. Fjhn. d. hefur tekið málið fyrir og athugað það, en gat ekki orðið sammála og klofnaði. Mælir meiri hl. með því, að frv. verði samþ., en einstakir nm. hafa áskilið sér rétt til þess að koma fram með brtt., og mun þeim væntanlega verða lýst síðar.

Ég sé ekki ástæðu til þess að ræða þetta mál sérstaklega fyrir hönd meiri hl. Hann leggur sem sagt til, að frv. verði samþykkt.