11.05.1949
Neðri deild: 106. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1744 í B-deild Alþingistíðinda. (2687)

207. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Sigurður Kristjánsson:

Hv. þdm. er kunnugt um það, að ég hef margsinnis mótmælt því, að lagðar væru á nýjar álögur, og ég hef þess vegna krafizt þess, að jöfnuði yrði komið á fjárl. með því að skera niður útgjöld. Hæstv. Alþ. hefur ekki aðhyllzt þessa skoðun, og með því að stofna til mikils greiðsluhalla á fjárl. hefur það neytt mig til þess að fylgja þessari ólyfjan, og segi ég já.