17.12.1948
Neðri deild: 42. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 143 í B-deild Alþingistíðinda. (275)

107. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Forseti hefur nú boðað til nýs fundar þegar að loknum þessum fundi, og ég heyrði, að hann sagði, að á dagskrá þess fundar yrði m.a. tekið frv. til l. um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna. Meiri hl. virðist því ætla að fresta brtt. sínum til 3. umr. málsins. En ég er nú einmitt að undirbúa álit minni hl. í þessu máli og bíð eftir upplýsingum frá samtökum útvegsmanna í því sambandi, og ég óska eftir, að til fundar verði ekki boðað um málið fyrr en kl. 5. Fyrir þann tíma getur nál. mitt verið til, en ekki fyrr. Ég vil eindregið mælast til þess við hæstv. forseta, að hann taki þetta mál ekki fyrir, fyrr en kl. 5 í dag.