11.10.1948
Sameinað þing: 0. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (2858)

Varamaður tekur þingsæti

Aldursforseti (BK):

Borizt hefur bréf frá miðstjórn Sjálfstfl., þar sem skýrt er frá því, að einn alþm., hv. 3. þm. Reykv. (HB), hafi óskað eftir því, að varamaður hans, frú Auður Auðuns, taki sæti hans fyrst um sinn, þar sem hann er staddur erlendis. — Bréfið er stílað til forseta sameinaðs þings.

Þetta þarf ekki að takast fyrir af kjördeild í þinginu, því að frú Auður hefur áður setið á þingi og réttur hennar þá verið rannsakaður. Tekur hún nú sæti á þingi fyrst um sinn vegna fjarveru aðalmanns.

Rannsókn kjörbréfs.

Þessu næst skiptust þm. í kjördeildir, og urðu í

1. kjördeild:

ÁÁ, ÁS, BK, BrB, EystJ, FJ, GJ, GÍG, HV, HermJ, JJós, LJós, PZ, SK, SÁÓ, SkG, StSt, ÞÞ.

2. kjördeild:

ÁkJ, BÁ, EOI, EE, GÞG, HÁ, HermG, IngJ, JJós, KTh, ÓTh, PO, SigfS, SB, SG, SEH, StgrA.

3. kjördeild:

BG, BSt, BBen, BÓ, EmJ, GTh, AuA, HelgJ. JóhH, JG, JPálm, JS, JörB, LJóh, PÞ, StJSt, StgrSt.

Fyrir lá að rannsaka kjörbréf Björns Ólafssonar, 1. þm. Reykv., og fékk 1. kjördeild bréfið til athugunar, svo sem þingsköp mæla fyrir.

Varð nú fundarhlé, er kjördeildin gekk út úr salnum til starfa sinna, en að rannsókn lokinni var fundinum fram haldið.