10.11.1948
Sameinað þing: 15. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2075 í B-deild Alþingistíðinda. (2925)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o.fl

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil beina til hæstv. forsrh. fyrirspurn í sambandi við fréttir, sem við höfum séð í blaði hans hér, um hugleiðingar ríkisstj. viðvíkjandi utanríkismálum landsins, — þær fréttir, að Íslendingum hafi verið boðið að senda fulltrúa á væntanlega ráðstefnu Atlantshafsríkjanna, og hvort Alþingi megi vænta, að ríkisstj. gefi skýrslu um þetta mál hér í þinginu.