09.11.1948
Efri deild: 10. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í B-deild Alþingistíðinda. (30)

26. mál, happadrættislán ríkissjóðs

Forseti (BSt):

Það er sjálfsagt að verða við þeim tilmælum að fresta umr., svo að n. gefist kostur á að athuga málið á ný, ef þess þykir þurfa, en mér þykir rétt að veita þeim orðið, sem þegar hafa kvatt sér hljóðs, áður en umr. er frestað, ef þeir óska þess að tala nú.