16.05.1949
Efri deild: 110. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1897 í B-deild Alþingistíðinda. (3100)

193. mál, skipun læknishéraða o. fl.

Frsm. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Fyrir síðasta þingi mun hafa legið frv. um sama efni, þ.e.a.s. um borgarlæknisembætti í Reykjavík, en náði þá eigi fram að ganga, enda var það mjög heitt deilumál. Málinu mun hafa verið vísað frá með rökstuddri dagskrá á þeim forsendum, að ráðh. ynni að skipulegri lausn þessara mála. Nú er málið komið fram aftur, og hefur nú náðst um það samkomulag og það flutt á þeim grundvelli. Þegar við fórum að athuga málið í n., kom í ljós, að frv. var ekkí í þeim búningi sem skyldi, og hafði augsýnilega ekki verið til hans vandað. N. gerði því smávægilegar breyt. á frv., þó ekki efnislegar, og mælti með samþykkt þess. Hv. 1. þm. N–M. lét þó í ljós þá skoðun sína, að hann væri ekki alls kostar ánægður með búning þess, en mundi þó ekki standa í vegi fyrir samþykkt frv. Eftir að n. hafði afgr. frv., mun hv. form. n., 1. þm: N–M., hafa átt tal við landlækni um málið. Þeirra niðurstaða varð sú, að þeir töldu heppilegra að haga búningi þess nokkuð á aðra leið, og liggja þær brtt. fyrir á þskj. 770. — Þegar n. fór að athuga frv., kom í ljós. að í 1. gr. var skökk tilvitnun í 1. gr. l. nr. 35 1940, þar gat þessi setning, sem segir í frv., alls ekki komið, heldur átti hún við 2. málsl. 2. gr. l. frá 1940. Heilbr.- og félmn. leggur því til, að frv. verði samþ. með þeirri breyt., að í staðinn fyrir orðin „,Á eftir 1. málsl. 1. gr.“ komi: Á eftir 2. málsl. 2. gr. — En við athugun, sem fram fór, eftir að n. hafði afgr. málið þannig, og gerð var af hv. form. n., 1. þm. N–M., og landlækni, kom í ljós, að heppilegra væri að sleppa alveg 1. og 2. gr. úr frv.; einnig, að sú breyting yrði gerð á 5. gr. frv., að á eftir orðunum „samkvæmt heilbrigðissamþykkt“ komi: og á ásamt héraðslækni sæti í heilbrigðisnefnd. — Þá varð einnig samkomulag um, að fyrirsögn frv. væri réttari þannig: Frv. til l. um breyt. á l. nr. 44 23. júní 1932, um skipun læknishéraða, og l. nr. 35 12. febr. 1940, um heilbrigðisnefndir og heilbrigðissamþykktir. — Á allar þessar brtt. féllst n. Þá voru þær einnig bornar undir Sigurð Sigurðsson berklayfirlækni, sem átti hlut að fyrrnefndu samkomulagi, og átti hann að mér viðstöddum tal við borgarstjóra í morgun, og féllst hann á, að þessar breyt. væru gerðar í samræmi við það samkomulag, er deiluaðilar höfðu með sér gert.

Mér er ekki kunnugt um annað en þær brtt., sem greinir á þskj. 770. séu í samræmi við vilja allra aðila, og tökum við því aftur brtt. á þskj. 747. Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta að sinni.