07.03.1949
Neðri deild: 76. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 103 í C-deild Alþingistíðinda. (3364)

49. mál, dýrtíðarráðstafanir

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það var út af 6. máli á dagskránni, um dýrtíðarráðstafanir, en þetta er í annað skiptið, sem það mál er tekið af dagskrá. Það kom mjög snemma fram í þinginu, og er ég minni hl. fjhn. og skilaði áliti

7. des. s. l., þannig að síðar eru liðnir réttir þrír mánuðir og meiri hl. því haft allan þennan tíma til þess að undirbúa sitt álit, og þó að ég þykist vita, að það verði mjög ýtarlegt, þegar það kemur, virðist það vera yfirdrifinn tími. Ég þykist vita, að ástæðan til þess, að málið hefur verið tekið af dagskrá, sé sú, að meiri hl. hefur ekki enn skilað áliti, en vildi mælast til þess við hæstv. forseta, að það verði ekki tekið út aftur, heldur verði látið koma til umr., því að það er varla nokkurt mál þ., sem eins margar áskoranir liggja fyrir um að fái afgreiðslu og þetta mál.