28.01.1949
Neðri deild: 54. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 273 í C-deild Alþingistíðinda. (3623)

44. mál, jeppabifreiðar

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Þessi till. þm. V-Ísf., að vísa þessu máli til stj., er bersýnilega þýðingarlaus, því að sjálfur forsrh., sem sæti á í nefndinni og hefur gert sitt til að reyna að fá þetta umrædda leyfi, hefur ekki fengið það.

Út af því, sem þm. sagði, að Alþ. gæti ekki veitt gjaldeyrisleyfi, þá vil ég nú geta þess, að Alþ. samþ. svo að segja daglega lög, sem fela í sér meiri og minni gjaldeyrisgreiðslur. Og það hafa verið samþ. l. um að kaupa skip o. fl., en það, sem hér er farið fram á, eru hreinir smámunir hjá slíku, því að hér er varla um að ræða meira en 800 eða 1.000 dollara gjaldeyrisleyfi. Ég tel, að það sé of langt gengið, ef Alþ. setur yfir sig nefndir, sem gera því ógerlegt að verja þjóðgarðinn sómasamlega, og þess vegna mótmæli ég því, að þessu máli verði vísað til stj.