28.03.1949
Sameinað þing: 57. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 335 í D-deild Alþingistíðinda. (4606)

169. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Hermann Jónasson:

Herra forseti. Það er kunnugt, að ég var þegar í upphafi andvígur þessari stjórnarmyndun, þar sem ég taldi málefnagrundvöllinn algerlega ófullnægjandi. Ég hef þegar einu sinni greitt atkv. móti vantrausti á stj. og vildi með því gefa henni tækifæri til að sína, hvers hún væri megnug. Nú er hins vegar sýnt, að ríkisstj. er ekki fær um að leysa þau vandamál, sem að henni steðja, en þar sem hætt er við, að enn meira öngþveiti mundi skapast, ef stj. yrði nú felld, en fjárlögin og mörg fleiri mál eru enn þá óafgreidd, þá mun ég ekki greiða atkv. um þessa tillögu.