24.11.1948
Sameinað þing: 21. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 794 í D-deild Alþingistíðinda. (5125)

913. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Hér liggur fyrir fsp. frá hv. 1. þm. Reykv. á þskj. 114, nr. II. Ég vil nú leitast við að gefa svar við 1. liðnum, þar sem spurt er um, hversu miklar skuldir S. R. hafi verið þ. 1. okt. 1948 og hvernig þeim sé komið fyrir. Geta skal þess, að reyndar er hér miðað við þ. 15. nóv. þ. á. En skuldirnar eru þá þessar:

A. Skuldir vegna stofnkostnaðar:

I. Gömlu verksmiðjurnar.

1.

Eftirstöðvar af lánum í Ham-

bros Bank 1934 og 1938. Afb. á

árum. Vextir 5% .

kr.

743.337,00

2.

Eftirstöðvar af skuldabréfaláni

frá 1943 í Landsbankanum. -

Afb. á 25 árum. Vextir 4%

-

504.000,00

3.

Eftirstöðvaraf skuldabréfaláni

frá 1941. Bréfin seld ýmsum.

Afb. á 12 árum. Vextir 4½%

-

1.000.000,00

4.

Eftirstöðvar af skuldabréfaláni

frá 1946 í Landsbankanum. Afb.

á 20 árum. Vextir 4%

-

4.180.000.00

Samtals

kr.

6.427.337,00

Framangreind lán eru öll með ríkisábyrgð.

II. Nýju verksmiðjurnar á Siglufirði og

Skagaströnd.

1.

Eftirstöðvar af skuldabréfaláni

ríkissjóðs í Landsb. Ísl. frá

1945–46. Afb. á 20 árum. —

Vextir 4%

kr.

18.003.000,00

2.

Skuld á hlr. 5202 í L.Í. vegna

byggingarnefndar S. R. Vextir

ósamdir frá s. 1. áramótum ..

-

13.886.708,00

3.

Skuld við ríkissjóð

-

4.511.963,00

4.

Ýmsar lausaskuldir

-

1.450.000,00

Samtals

kr.

37.851.671,00

Þessar skuldir eru með ríkisábyrgð.

B. Hlutafjárframlag í síldarbræðsluskipið Hæring. Bráðabirgðalán hjá ríkissjóði kr. 1.250.000,00.

Auk þess hafa S. R. lagt út af fé rekstrarins 1948 um kr. 2.200.000,00 vegna endurbyggingar nýja mjölhússins á Siglufirði, svo að alls eru skuldir S. R. v/stofnkostnaðar nýju verksmiðjanna á Siglufirði og Skagaströnd kr. 40.051.671,00.

Næst er spurt undir 2. lið, er hljóðar á þessa leið:

„Hvernig er afkoma verksmiðjanna á þessu ári samkv. bráðabirgðareikningsskilum?“

Áður en ég svara þessari spurningu og meður því, að ég hef lesið upp skrá um skuldir S. R., þá vildi ég mega gefa stutt yfirlit um eignir þessara sömu verksmiðja, en það verður að vísu lauslegt yfirlit og því eigi algerlega tæmandi. Er það einnig pr. 15. nóv. 1948.

1.

Bókfært verð verksmiðjanna

með tilheyrandi pr. 31. des.

1947

kr.

54.012.329,37

÷fyrningarsj.

-

4.901.863,48

÷fyrningarsj.

-

gjald 1948

-

2.100.000,00

7.001.863.48

kr.

47.010.465,89

2.

Lagt í nýja mjölhúsið 1948

-

2.200.000,00

3.

Ýmsar fasteignir og óbyggðar

lóðir 31/12 1947

-

2.562.973,76

4.

Hlutafjáreign í Hæringi

-

1.250.000,00

5.

M.s. Fanney með veiðarfærum

(½, en fiskimálasjóður á

½ eins og kunnugt er) kr..

466.206,62

6.

Hlutabréf í Flugfélagi Íslands

og Loftleiðum

60.000,00

7.

Áhöld og tæki 31/12 1947

1.368.547,31

8.

Afurðir og rekstrarvörur

10.800.000,00

9.

Útistandandi hjá samningan.

utanríkisviðskipta

1.500.000,00

10.

Krafa S. R. um verðuppbót

á vetrarlýsi, sbr. bréf til

ríkisstjórnar dags. 6/10 1948

1.268.415,00

Samtals kr.

68.486.608,58

Þetta má að vísu kalla útúrdúr, en er þó viðeigandi, að þetta sé upplýst. Kemur þá þessu næst yfirlit um afkomu S. R. samkv. bráðabirgðauppgjöri. Tapið á vinnslu vetrarsíldar var kr. 4.604.722,00. Frá þessari upphæð dragast kr. 1.268.415,00, sem S. R. eiga að fá greiddar af verðuppbótarfé hraðfrysts fisks vegna sölu á 4.500 tonnum vetrarlýsis til þess að greiða fyrir sölu á hraðfrystum fiskflökum. Eftir verða þá kr. 3.336.307,00, sem er tap á vetrarsíldinni, en þessi upphæð getur breytzt lítils háttar, þar sem endanlegt uppgjör er ekki fyrir hendi.

Í bráðabirgðauppgjöri þessu eru ekki færðir til gjalda vextir af stofnkostnaði, fyrningarsjóðsgjald, varasjóðsgjald, afborganir af stofnkostnaði eða hlutdeild í launum fastra starfsmanna verksmiðja. Með því að síðar á fundinum þarf að víkja frekar að vetrarsíldinni, þá geri ég eigi frekari aths. við hana hér, en held mér við fsp. Hef ég nú gefið bráðabirgðayfirlit um skuldir S. R. og afkomu þeirra. Í öðru lagi skal ég gefa hér bráðabirgðarekstraryfirlit um síldarvertíðina sumarið 1948 pr. 23. sept. 1948.

Yfirlitið sýnir, að halli hefur orðið á rekstrinum s. l. sumar, sem nemur kr. 10.945.738,00. Eru þá færð til gjalda öll lögboðin gjöld, þar á meðal:

5% varasjóðsgjald

kr.

368.609.00

Fyrningarsjóðsgjöld:

Af gömlu verksmiðjunum

kr.

606.000.00

Af nýju verksmiðjunum

1.494.000.00

-

2,100.000.00

Afborganir:

Af gömlu verksmiðjunum kr.

830.000.00

Af nýju verksmiðjunum

2.950.000.00

-

3.780.000.00

Samtals

kr.

6.248.609.00

Sé þessi upphæð dregin frá halla á rekstri S. R. í sumar, nemur beint tap á rekstrinum í sumar kr. 4.679.149.00. Til greiðslu á því tapi voru ekki fyrir hendi í varasjóði í ársbyrjun 1948 nema kr. 3.316.397.00. Eftir er því að mæta tapi frá sumrinu 1948 að upphæð kr. 1.380.752.00.

Þá er að lokum 3. liður fsp.: „Í hversu mikilli ábyrgð stendur ríkissjóður nú fyrir síldarverksmiðjurnar?“ En ég held, að svarið sé komið, þar sem svarað var 1. lið fyrri fsp. Þá skal ég láta staðar numið, en býst við að koma nánar að þessu, þá er ég svara fsp. nr. III. En ef það er eitthvað sérstakt, sem fyrirspyrjandinn óskar eftir að fá upplýst til viðbótar við það, sem ég hef sagt, þá er sjálfsagt að leysa úr því. Eigi er fullvíst um skuldir þær, sem ríkissjóður stendur í ábyrgð fyrir, í svari mínu við fyrri fsp., en skv. lauslegu yfirliti frá 15. nóv. 1948 eru þær svo sem hér segir:

A. Skuldir vegna stofnkostnaðar:

I.

Gömlu verksmiðjurnar

kr.

6.427.377.00

II.

Nýju verksmiðjurnar

37.851.671.00

kr.

44.279.008.00

B.

Hlutafjárframlag í Hæring

— 1.250.000.00

C.

Ógreiddir vextir af stofnfé

— 2.440.000.00

D.

Skuldir vegna rekstrarins

—8.900.000.00

E.

Ýmsar skuldir vegna vinnslu vetrarsíldar

— 7.660.000.00

Samtals kr. 64.529.008.00

Skuldir þær, sem ríkissjóður stendur í ábyrgð fyrir vegna S.R., eru skv. því, sem nánar segir í meðfylgjandi skýringum, kr. 47.969.008.00, en við bætast kr. 2.200.000.00 (til endurbyggingar nýja mjölhússins á Siglufirði), sem er tekið af rekstrarfé 1948. Ríkissjóður stendur því í ábyrgð fyrir um 50 millj. króna, en eigi lausaskuldum S.R., að upphæð um kr. 16 millj.