24.11.1948
Sameinað þing: 21. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 802 í D-deild Alþingistíðinda. (5136)

915. mál, skuldir og ábyrgðir ríkissjóðs

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég hafði fyrr á þessum fundi svarað fyrirspurn um ábyrgðir ríkissjóðs. En þessi fyrirspurn hefst á orðunum: Hve miklar eru fastar og lausar skuldir ríkissjóðs? Og í öðru lagi er hér spurt: Hverjir eru lánardrottnar ríkissjóðs, þar sem skuldin nemur millj. kr. eða meira?

Skuldir ríkissjóðs voru 31. október 1948 eftirfarandi:

1. Föst lán:

Innlend:

Landsbankinn . . . . . . . . . . . . . . kr. 8.340 000.00

Búnaðarbankinn . . . . . . . . . . . . — 4.000.000 00

Tryggingast. ríkisins . . . . . . . . — 9.700 000.00

Handhafaskuldabr.lán og ýmsir — 28.732 000.00

Samtals kr. 50.772,000.00

Erlend lán, sem er aðallega

danskir bankar og trygginga

félög ........................ — 5.356.000.00

Föst lán samtals kr. 56.128.000.00

2. Lausaskuldir ríkissjóðs voru 31.

okt. 1948 þessar:

Landsbankinn ... .. .. .. .. .... . kr.74160.000.00

Útvegsbankinn . . . . . . . . . . . . . — 10.302.000.00

Tryggingast. ríkisins . . . . . . . . . . — 4 273.000.00

Ýmsir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . — 3.587.000.00

Samtals kr. 92.322.000.00

3.Geymt fé . . . . . . . . . . . . . . .. kr. 20.950.000.00

Þessir liðir eru samtals . ...........kr.169.400.000.00

Ég vil gefa þá sundurliðun á lausaskuldum ríkissjóðs við Landsbankann, að þær eru:

Víxill vegna ullaruppbótar 4.000.000.00 kr., yfirdráttur á hlaupareikningi 49.589.000.00 kr., yfirdráttur vegna gjaldeyrisbankans 1.299.000.00 kr., sama vegna gjaldeyrissjóðs 6.492 000.00 kr., yfirdráttur vegna fiskábyrgðar frá 1947 12.117.000.00 kr., yfirdráttur vegna fiskábyrgðar frá 1948 663.000.00 kr. — Samtals verða þessar lausaskuldir við Landsbankann þá 74.160 000.00 kr.

Hér í þessu yfirliti yfir allar fastar og lausar skuldir ríkisins á þessum tíma eru þó ekki með taldar 15 millj. kr., sem er happdrættislán ríkissjóðs, sem þá hafði ekki enn verið innborgað í ríkissjóð, en því verður varið til greiðslu á lausaskuldum Landsbankans.

Hér með er upplýst um leið, hverjir eru lánardrottnar ríkissjóðs, sömuleiðis hverjar séu lausaskuldir ríkissjóðs og fastar skuldir. — Um ábyrgðir ríkissjóðs hafði ég áður á þessum fundi gefið skýrslu, og sömuleiðis kom þar í ljós, hverjir hefðu fengið fyrirgreiðslur með ríkisábyrgðum, enn fremur hef ég upplýst um það, sem spurt er hér um undir 6. tölul., hvaða lántakendur, sem ríkið hafi ábyrgzt lán fyrir, hafi lent í greiðsluvanskilum, og sömuleiðis um það, sem í 7. tölul. er spurt um, hve mikið ríkið hafi orðið að greiða vegna ábyrgða. — Ég ætla því, að ég sé búinn að leysa, svona í stórum dráttum, úr þessum fyrirspurnum, sem hér hafa verið fram settar og beint hefur verið til mín. En að öðru leyti, ef það er eitthvað, sem þykir enn vanta um svör frá minni hendi, og ef ég hefði það hér við höndina, sem gæti gefið svör við því, þá skal ég fúslega líta eftir því og svara. En annars eru þessar fyrirspurnir svo margar, að það er dálítið erfitt að vera þannig í stakk búinn að geta svarað þeim öllum ýtarlega með tiltölulega litlum undirbúningi.