26.01.1949
Sameinað þing: 32. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 831 í D-deild Alþingistíðinda. (5210)

921. mál, hafrannsóknir og friðun Faxaflóa

Atvmrh. (Bjarni Ásgeirsson):

Herra forseti. Ég ætla ekki að deila við hv. þm. S-Þ. um hæfni eða ekki hæfni þess vísindamanns, sem hér um ræðir. Ég vil aðeins benda á, að ganga síldarinnar og lifnaðarhættir allir eru fleiri, en Íslendingum, ráðgáta, og hafa þó aðrir ólíkt betri skilyrði en við til slíkra rannsókna. Og það er ekki að búast við því af einum vísindamanni, sem hefur takmörkuð starfsskilyrði, að hann finni lausn þessarar gátu á fáum árum. En Árni Friðriksson náði þeim eina árangri, sem hægt var að gera sér vonir um, að fá viðurkennda till. sína um friðun Faxaflóa á sérfræðingafundinum, en framhaldið hefur strandað hjá ríkisstjórnunum. — En út af þessum 13 aðstoðarmönnum Árna Friðrikssonar, þá las ég nöfn þeirra ekki áðan, því að um þau var ekki spurt. Hins vegar hef ég þessi nöfn og skal nú lesa þau. Þessir hafa aðstoðað Árna Friðriksson á þeim ráðstefnum, sem hann hefur setið á erlendis: Eiríkur Benedikz sendiráðsritari, Finnur Guðmundsson náttúrufræðingur, Hermann Einarsson fiskifræðingur, Jón Jónsson fiskifræðingur, Jakob Möller sendiherra, Loftur Bjarnason útgerðarmaður, Sveinn Björnsson núverandi forseti, Stefán Jóh. Stefánsson núverandi forsrh., Sigurleifur Vagnsson aðstoðarmaður, Stefán Þorvarðsson sendiherra, Vilhjálmur Finsen sendiherra, Þór Guðjónsson veiðimálastjóri.