03.03.1949
Neðri deild: 74. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í B-deild Alþingistíðinda. (533)

119. mál, gjaldaviðauki 1949

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég kannast við það, að fjhn. hefur fyrir nokkrum árum lagzt á móti því, að ýmis skipagjöld væru hækkuð. Það voru þau skipagjöld, sem um ræðir í VII. kafla l. frá 1921. Hérna er um að ræða skipagjöld samkv. IX. kafla l. frá 1927, og þar er ekki um að ræða önnur sameiginleg gjöld en mælingar vegna hleðslumerkja. Öll önnur gjöld í VII. kafla l. frá 1921 eru enn þá undanþegin hækkun, lögskráning o.fl., o.fl., sem viðvíkur útgerð skipanna. Ég tel fjhn. að mestu leyti, þó að hún sé ekki skyldug til þess, hafa haldið við sinn gamla málstað. Ríkisstj. hefur virt þá viðleitni n., þó að þessi eina tegund gjalda hafi verið hækkuð, vegna þess að um hana eru alveg sérstök l.