22.04.1949
Efri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1564 í B-deild Alþingistíðinda. (5527)

168. mál, framfærslulög

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. Nd. flutti þetta mál samkvæmt beiðni stj. Það þarf ekki að halda langa framsöguræðu um það, því að málið liggur ljóst fyrir og gangur þess síðan 1932 er rakinn í grg. Samkvæmt 69. gr., eins og hún er nú, koma þau sveitarfélög til greina, sem eru með meðaltal fátækraútgjalda, þar sem frá því skal draga 10%. Með þessu frv. er markið sett hærra og þau ein koma til greina, sem eru ofan við meðaltalsframfærsluna. Þessi breyt. er nauðsynleg vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefur í landinu og heldur áfram enn. Fleiri orð þarf ég ekki að hafa um þetta, enginn ágreiningur er um frv. í hvorugri d.