29.04.1949
Efri deild: 91. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í B-deild Alþingistíðinda. (736)

16. mál, áburðarverksmiðja

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Vegna fram kominnar brtt. á þskj. 596, sem þegar hefur verið lýst, vil ég lýsa því yfir, að ég mun taka aftur brtt. mína á þskj. 534, ef brtt. á þskj. 596 verður samþ., en annars óska ég eftir, að hún komi til atkvgr. Ef hæstv. forseti álítur réttara, að brtt. mín komi fyrr, þá er meiri vandi að fara með málið. En í þessa brtt. á þskj. 596 er tekinn meginþátturinn úr minni brtt., og ég get því tekið mína brtt. til baka, svo framarlega að vissa sé fyrir því, að brtt. á þskj. 596 verði samþ., sem ég geri ráð fyrir.

Ég er fyllilega sammála hv. landbn. og mun því fylgja brtt. Að vísu eru í síðustu málsgr., þar sem ákveðið er um rétt ríkisins í sambandi við hlutafé, dálítið óvenjulegt ákvæði, sem hefur ekki verið sett inn í önnur l., nema í sambandi við Útvegsbankann. En mér finnst ekki óeðlilegt, að ríkið, sem ætlar sér að eiga svona mikinn hlut í verksmiðjunni, hafi þá meiri atkvæðarétt, en minni hlutinn, og geri ég ekki ágreining um það.