16.03.1950
Sameinað þing: 35. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1563 í B-deild Alþingistíðinda. (101)

Varamaður tekur þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Kjörbréfan. hefur athugað kjörbréf Sigurðar Vilhjálmssonar og hefur ekkert við kjörbréfið að athuga. Að vísu liggur ekki fyrir nein yfirlýsing frá 1. varamanni um forföll hans, önnur en sú, sem fram kemur í bréfi hv. þm. til forseta efri deildar, en n. ákvað að líta á slíkt sem fullnægjandi yfirlýsingu í málinu og leggur því til, að kjörbréf Sigurðar Vilhjálmssonar verði samþykkt.