15.05.1950
Efri deild: 108. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1021 í B-deild Alþingistíðinda. (1334)

15. mál, Sementsverksmiðja

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Við 1. umr. þessa máls fór hv. þm. Barð. fram á það, að ég gæfi um það yfirlýsingu, að ekkert yrði ákveðið um staðsetningu þessarar verksmiðju öðruvísi, en að Alþ. fengi nýtt tækifæri til þess að fjalla um málið. — Ég hef ekki getað haft nægilegt samband við þá menn, sem ég vildi ræða um þetta við, áður en ég gæti gefið svona yfirlýsingu, og get ég þess vegna ekki gefið hana og sætti mig þá að sjálfsögðu við, að málinu verði vísað til n., ef fyrir því er deildarvilji. — Annað hef ég svo ekki um það að segja.