19.12.1949
Efri deild: 17. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1128 í B-deild Alþingistíðinda. (1593)

71. mál, almannatryggingar

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. Þetta frv. er lagt fram í varúðarskyni, ef ekki reyndist unnt að ljúka fyrir nýár afgreiðslu á 68. máli þingsins, sem felur í sér allmiklar breyt. á almannatryggingalögunum. Heimildirnar frá síðasta þingi falla sem sé niður 31. des. 1949. Með þessu frv. er aftur á móti gert ráð fyrir, að heimildirnar gildi allt árið 1950. En ef hitt frv. verður samþ., þá verði inn í það tekið ákvæði, sem felli þetta frv. úr gildi. — Ég vil svo leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr., en heilbr.- og félmn. mun ræða málið og athuga milli funda, og mun n. taka málið upp, ef hún álítur, að hitt málið nái ekki fram að ganga nú fyrir jólin.