30.03.1950
Neðri deild: 77. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 1215 í B-deild Alþingistíðinda. (1907)

137. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Emil Jónsson:

Já, hæstv. atvmrh. vildi halda því fram, að það hefði verið gert ráð fyrir, að leyfisgjöldin nægðu til að standa undir fiskábyrgðinni. En hví er 13. gr. l. orðuð svo, að allur III. kafli l. nr. 100/1948 sé bundinn við framkvæmd fiskábyrgðarl., og hví stendur Framsfl. við það að láta ábyrgðina standa til 1. marz? Leyfisgjöldin til 1. marz nægðu eigi fyrir fiskábyrgðinni. L. urðu að gilda til áramóta. Nú var þessu breytt svo, að framlenging III. kaflans var bundin við þann 1. marz 1950, þ.e. leyfisgjöldin, en síðan ákveðið, að m.a. söluskatturinn færi til þess að greiða þeim, sem fengju ekki þetta ábyrgðarverð. Þetta finnst mér óheppilegt. Mér finnst, að með orðalagi frv. þess, er fyrrv. hæstv. ríkisstj. bar fram, og meðferð þess, þá sé oss alþm. gefið til kynna, að dýrtíðarl. þau, sem samþ. voru árið 1948, hafi verið bundin við uppbótargreiðslur til bátaútvegsins, enda segir í aths. við 13. gr. í grg. frv., að ríkisstj. sé þeirrar skoðunar, að suma þeirra tekjuliða ætti að fella úr gildi hið allra bráðasta. Verður það þá til samræmis við það, að hæstv. ríkisstj. óskaði gengislækkunar. Þetta voru því brb.- ákvæði.