02.03.1950
Neðri deild: 58. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í C-deild Alþingistíðinda. (2709)

37. mál, sveitarstjórar

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Vegna fjarveru hv. þm. Ak. (JR) hef ég tekið að mér að mæla af hálfu n. fyrir því máli, sem hér liggur fyrir.

Þegar við 2. umr. málsins voru af hálfu nokkurra hv. þdm. gerðar nokkrar aths. og brtt. við frv. Því var í fyrsta lagi varpað fram af hálfu tveggja hv. þm., að n. tæki 1., gr. til athugunar, þ. e. að ákvæði gr. skyldi ekki aðeins taka til kauptúna, sem séu sérstakir hreppar með fleiri íbúa en 500, heldur til allra hreppa, þar sem fleiri en 500 íbúar búa í kauptúni. N. hefur rætt þetta atriði á fundum sínum, og sömuleiðis hefur hún átt um það viðræður við skrifstofustjóra félmrn., og leggur hún til, að gr. verði breytt á þessa lund.

Þá hefur enn fremur verið rætt um ákvæði 3. gr. af hálfu hv. þm. V-Húnv. og hann borið fram brtt., sem hann tók aftur til 3. umr. N. hefur orðið sammála um breyt. á 3. gr., og er það 2. brtt. á þskj. 376. Í næstsíðasta málslið 3. gr. segir, að ekki sé heimilt að binda ráðningu sveitarstjóra við kjörtímabil hreppsnefndar né önnur ákveðin tímamörk, en n. leggur til, að málsl. orðist svo: „Ekki er skylt að binda ráðningu sveitarstjóra við kjörtímabil hreppsnefndar eða önnur tímamörk.“ Lögin eru hvort sem er ekki nema heimildarlög, svo að þess vegna má þetta alveg eins vera svo.

Þá urðu við 2. umr. málsins nokkrar umr. um 7. brtt. n. á þskj. 337. N. tók þessa till. sína aftur við 2. umr. og fellur alveg frá henni, enda leggur hún þann skilning í ákvæði l., að hreppstjórar séu kjörgengir í sveitarstjóraembætti, og mun sá skilningur viðurkenndur.