28.03.1950
Neðri deild: 76. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 103 í C-deild Alþingistíðinda. (2775)

58. mál, ríkisborgararéttur

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er aðeins út af ummælum hv. frsm. n. um meðferð málsins. Ég vil gjarnan, fyrst það liggur fyrir, að hv. n. muni ætla sér að athuga málið á milli umr. og þá þessar umsóknir, sem ekki eru fluttar brtt. um, fresta fyrir mitt leyti að koma fram með brtt. nú. Ég vil ekki standa í vegi fyrir því, að málið gangi áfram, en mun flytja brtt. við 3. umr., ef þess skyldi gerast þörf. Vonast ég til þess, að hv. n. athugi rækilega það, sem hér hefur komið fram í þessum efnum. Og sérstaklega vil ég vona, að það, sem hv. frsm. n. sagði, að n. vildi láta þá, sem um ríkisborgararétt hefðu sótt, njóta jafnréttis, það verði þá gert við 3. umr., þannig að bætt verði þá úr því í þessu efni, sem aflaga fer nú.