23.11.1949
Efri deild: 4. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 103 í C-deild Alþingistíðinda. (2782)

20. mál, kosningar til Alþingis

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Frv. þetta er um staðfestingu á brbl., sem gefin voru út s. l. sumar, þegar kosningar í haust höfðu verið ákveðnar, þess efnis, að heimilt væri að hafa fleiri en einn kjördag. Brbl. voru samin eftir tilsvarandi ákvæðum, sem sett voru 1942, en til viðbótar var sett heimild fyrir þriðja kjördegi, og hefur þessi ráðstöfun ekki verið gagnrýnd. Hér er um umliðið atvik að ræða, sem ekki verður aftur tekið, en sjálfsagt þótti þó að leggja málið fyrir til meðferðar á hv. Alþingi. Ég leyfi mér að leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.