11.12.1949
Efri deild: 11. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 104 í C-deild Alþingistíðinda. (2784)

20. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Lárus Jóhannesson) :

Herra forseti. Allshn. hefur athugað frv. þetta, og mæla nm. allir með því, að það verði samþykkt óbreytt, nema 1. landsk. þm. (BrB), sem ekki var á fundi n., þegar þetta var rætt.

Frv. þetta er um samþykkt á bráðabirgðalögum, sem út voru gefin í sambandi við síðustu kosningar, og er eins konar kvittun til ríkisstj. fyrir því, að hún hafi þar ekki gert nein afglöp.