02.12.1949
Efri deild: 7. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í C-deild Alþingistíðinda. (2808)

34. mál, manntal

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Frv. samhljóða þessu var lagt fyrir síðasta þing, og fylgdi ég því þá úr hlaði, skýrði tilgang þess og höfuðinnihald. En frv., er kom seint fram, komst bara til n. í þessari hv. d. Með því að félmrn. þótti rétt að leggja það fram á ný, er það fram komið. Ég tel, að ýmis ákvæði frv., ef að l. verða, muni bæta mjög hið ófullkomna manntal, er verið hefur hér um alllangt skeið, en manntalið hefur undirstöðuþýðingu fyrir margvíslegar athuganir, sem þarf að gera í þjóðfélaginu. Ég ræddi málið, er það lá fyrir þinginu síðast, og skal ekki nú endurtaka það, sem ég sagði þá. Ég legg til, að málinu verði vísað til 2. umr. og til hv. allshn.