13.01.1950
Neðri deild: 29. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 218 í C-deild Alþingistíðinda. (3016)

90. mál, landskiptalög

Forsrh. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð sem framsögu að þessu litla frv., sem lá hér fyrir síðasta Alþ. og fór þá umræðulaust, að ég hygg, gegnum þessa hv. þd., en dagaði uppi í hv. Ed. þá. Hér er kannske í raun og veru um enga breyt. að ræða, og eiginlega ekki breyt. á því, hvernig landskiptal. hafa verið framkvæmd, heldur er hér gert skýrt ákvæði í landskiptal., til þess að taka af öll tvímæli, þegar svo ber að sem getið er hér í 1. gr. og í grg., hvernig farið skuli með þetta. Og þetta er komið frá þeim, sem mest hafa að gera með landskipti, a. m. k. af hálfu Búnaðarfélags Íslands. — Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta, að svo stöddu, vil aðeins leggja til, að frv. verði að lokinni umr. vísað til 2. umr.