15.02.1950
Sameinað þing: 26. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í D-deild Alþingistíðinda. (3867)

109. mál, Helicopterflugvél

dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Fyrir viku var samþ. hér í Sþ. till. um kaup á helicopterflugvél og till. vísað til fjvn. Ég óskaði þess þá, að málinu yrði hraðað, því að nauðsynlegt væri að kveða skjótt á um það, hvort kaupa ætti vélina. Ég gerði ráð fyrir því, að þetta mundi verða því auðveldara, þar sem n. hefur áður haft málið til meðferðar, þó að ekki væri það formlega frá Alþ., heldur stj. Nú hefur ekki enn komið neitt nál. frá n. og málið ekki verið tekið fyrir. Því vildi ég mælast til þess, af því að n. var ekki við, er ég bar fram óskir um það, að málinu væri hraðað, að n. hraðaði afgreiðslu þess eins og unnt er, svo að hægt sé að taka ákvörðun í málinu. Það stendur að vissu leyti á stj.