15.03.1950
Neðri deild: 67. fundur, 69. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í B-deild Alþingistíðinda. (745)

125. mál, gengisskráning o.fl.

Frsm. 3. minni hl. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Eins og ég tók fram í ræðu minni í dag, og eins þegar málið var til umr. hér í gær, þá var það ætlun mín að bera fram brtt. við skattákvæði frv., er flokki mínum hefði gefizt tóm til þess að kynna sér þær brtt., sem lagðar hafa verið fram við það. Nú er skammur tími liðinn síðan þær till. lágu fyrir, en það var ekki fyrr en fundur hófst kl. 8,30, og hefur mér enn ekki unnizt tími til þess að ljúka við þær brtt., sem ég hafði gert ráð fyrir að bera fram nú við þessa umr., en mun hafa þær tilbúnar við 3. umr. málsins og leggja þær þá fram.