16.01.1951
Neðri deild: 50. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 535 í B-deild Alþingistíðinda. (1171)

107. mál, bifreiðalög (viðurlög)

Jón Pálmason:

Herra forseti. Það mun vera algengt við svona brot, að bifreiðarstjórar séu sviptir ökuleyfi í 6 mánuði eða ævilangt, og getur verið rétt. En hér er víða um smábrot að ræða, og eftir því sem hæstv. dómsmrh. segir, varða slík brot ekki einu sinni hegningu erlendis. Mér finnst ekki ástæða til að breyta þessum lágmarkstíma og segi því nei.

Brtt. 473,b felld með 10:10 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: KS, PÞ, PO, SG, SkG, ÁB, ÁS, EOl, GG, HÁ.

nei: JPálm, JR, JörB, SÁ, StJSt, ÁÁ, EmJ, GTh, IngJ, SB.

JS, JÁ, BÁ, EystJ, FJ, GÞG, HelgJ, JG greiddu ekki atkv.

7 þm. (LJós, ÓTh, StSt, StgrSt, ÁkJ, BÓ, JóhH) fjarstaddir.

Frv. samþ. með 19:1 atkv. og endursent Ed.