02.11.1950
Efri deild: 13. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 535 í B-deild Alþingistíðinda. (1178)

65. mál, ábúðarlög

Landbrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Það þarf ekki langt mál um þetta. Örstutt greinargerð segir allt, sem segja þarf um þetta mál, áður en því er vísað til landbn. Það, sem veldur því, að þetta frv. er borið fram, eru þær breyt., sem gerðar voru á ábúðarlögunum 1945. Aðeins vil ég taka eitt fram og biðja þá, sem sæti eiga í landbn., að athuga. Hér stendur í 55. gr. um jarðir, sem hafa verið í óslitinni ábúð frá 1. jan. 1934: „án þess að nýtt“ o.s.frv. Eftir nánari athugun hef ég séð, að svo getur farið, að þetta orðalag útiloki ekki allt það, sem það á að útiloka. Það ætti því að standa þannig: „um jarðir, sem verið hafa í óslitinni ábúð frá gildistöku laga frá 1933“ o.s.frv.

Ég er reiðubúinn að ræða þetta við hv. landbn. Ég sé ekki ástæðu til að fara inn á þær skýringar, sem þarf að gefa til að Alþingi geti séð, hvað um er að ræða.