13.11.1950
Efri deild: 18. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 541 í B-deild Alþingistíðinda. (1189)

65. mál, ábúðarlög

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Eftir að hafa hlýtt á hæstv. ráðh. og hv. 1. þm. N-M., get ég lýst yfir því, að ég mun ekki bera fram brtt. við 3. umr., og þarf hæstv. forseti því ekki að fresta þeirri umr. mín vegna, en ég leyfi mér að óska þess, að hv. 1. þm. N-M. láti þá taka málið fyrir á næsta búnaðarþingi og þá sérstaklega þau tvö atriði, sem ég benti á. Læt ég svo þessi orð nægja og skal ekki tefja málið, því að ég viðurkenni með hæstv. ráðh. nauðsyn þess, að það nái nú fljótlega fram að ganga.