05.03.1951
Efri deild: 83. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 760 í B-deild Alþingistíðinda. (1747)

182. mál, Þjóðminjasafnshúsið

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Fjhn. var sammála um að leggja til, að þetta frv. yrði samþ. — Þetta hús, sem hér er um að ræða og verið er að ljúka við, er það hús, sem ákveðið var að byggja í minningu sjálfstæðis okkar, og þess vegna er það nauðsynlegt að ljúka því nú og ganga svo frá, að ekki séu smáreikningar, sem standi því fyrir þrifum, og rétt er, að til sé heimild til þess að taka sérstakt lán til þess að ljúka við að greiða þá 1/2 millj. kr., sem eftir er. Sem sagt, nefndin hefur orðið sammála um að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.