03.03.1951
Neðri deild: 78. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 813 í B-deild Alþingistíðinda. (1797)

176. mál, lántaka handa ríkissjóði

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls flutti ég, hv. þm. A-Húnv. og hv. þm. N-Ísf. brtt. á þskj. 734 þess efnis, að þær 3 millj., sem ætlaðar voru til iðnaðarlána, skuli bundnar í ákveðnum tilgangi til stofnunar iðnaðarbanka. Hæstv. ríkisstj. fór fram á það við okkur, að við tækjum brtt. aftur til 3. umr., og var það gert. Þetta mál hefur verið rætt nokkuð við suma ráðherrana, og varð samkomulag um brtt. á þskj. 777, og felast í henni 2 atriði. Annað er það, að lánið skuli ekki bundið við stofnun iðnaðarbanka, heldur ef til vill iðnlánasjóðs. Ed. hefur afgr. frv. um iðnaðarbanka, en Nd. hins vegar ekki, og er nú senn komið að þinglokum og ekki víst um framgang málsins, og þess vegna þarf að gera ráð fyrir, hvað yrði um þetta fé, ef iðnaðarbanki verður ekki stofnaður. En því er ekki slegið föstu, hvort iðnlánasjóðurinn verður til frambúðar. Í niðurlagi till. er gert ráð fyrir jafnháu framlagi annars staðar frá. Er þetta álíka og var í frv. ríkisstj. um iðnaðarbankann, þar sem gert var ráð fyrir, að á móti kæmi 31/2 frá iðnaðarmönnum, en 21/2 frá ríkinu. — Um þessa brtt. hefur sem sagt orðið samkomulag við ríkisstj., og tel ég breytingu hennar vera til bóta frá því, sem hún var.