03.03.1951
Neðri deild: 80. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 862 í B-deild Alþingistíðinda. (1926)

194. mál, togarakaup ríkisins

Forsrh. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Ég ætla aðeins að segja örfá orð. — Hv. þm. Hafnf. viðurkenndi áðan, að þetta mál væri svo nýtt, að engin athugun hefði farið fram á því, hvort hægt væri að setja olíukyndingu í togarana. Málið horfði öðruvísi við, ef vissa væri fengin fyrir því, hvað hér væri hægt að gera. Þetta mál horfir allt öðruvísi víð. Þessi útreikningur, sem hv. þm. gerði um gjaldeyrisöflun 10–12 togara, er út í loftið. Hann hefur áður viðurkennt, að enginn grundvöllur sé fyrir þessu. Fyrst og fremst telur hæstv. fjmrh. ekki rétt, að heimildin sé víðtækari en nú er. Ef svo fer, að tilraun verður gerð með að setja slík tæki í 2–3 togara og það reynist bjargráð, þá er rétt að taka málið til athugunar. Mér finnst hlægilegt að vera með víðtæka heimild í svo lítið athuguðu máli og hv. þm. Hafnf. viðurkenndi. Af þessari ástæðu tel ég, að við eigum ekki að samþ. viðbótartill. hv. þm. Hafnf. og hv. þm. V-Ísf.