13.12.1950
Efri deild: 36. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1245 í B-deild Alþingistíðinda. (2563)

138. mál, virkjun Sogsins

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Eins og greinir í grg. þessa frv., þá hefur fjhn. tekið að sér að flytja frv. fyrir hæstv. fjmrh., eins og venja er til, að n. geri, er svo stendur á, en einstakir nm. hafa áskilið sér óbundið atkvæði um hin ýmsu atriði frv.

Ástæðan til þess, að þetta frv. er fram komið, er sú, að heimildin, sem ríkisstj. hafði áður verið veitt til lántöku vegna Sogsvirkjunarinnar, er ekki nógu há og fullnægir ekki þeirri lánsfjárþörf, sem bessar framkvæmdir krefjast. Er hér því farið fram á lánsheimild til ríkisstj. fyrir þeirri upphæð, sem gert er ráð fyrir, að kostnaðurinn verði samkv. nýjustu áætlunum. Nú er það svo, að þetta á að vera fyrirtæki, sem er sameign ríkisins og Reykjavíkurbæjar og hafi sérstakan fjárhag, en búast má við því, að ríkissjóður þurfi hér að hlaupa undir bagga, og þykir því þörf á að útvega þessa lánsheimild. — Að öðru leyti vísa ég til hæstv. fjmrh., ef honum þykir ástæða til að taka fleira fram.