02.03.1951
Neðri deild: 77. fundur, 70. löggjafarþing.
Sjá dálk 1338 í B-deild Alþingistíðinda. (2763)

192. mál, mótvirðissjóður

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil taka fram út af ræðu hæstv. fjmrh., að þetta eru mjög litlar upplýsingar, sem gefnar eru í þessu máli. Og þó að hér sé um að ræða að hafa traust á hæstv. ríkisstj. í þessu máli, þá er það meira að segja gagnvart stuðningsmönnum hæstv. ríkisstj. ekki rétt að fara fram á slíkt. — Ég vil svo mælast til þess af hæstv. ráðh., að hann upplýsi við 2. umr., þó að ekki sé nema um vinnuaflið.

Ég sé svo ekki ástæðu til að tefja umr. lengur, þar sem ætlunin mun vera að ljúka henni nú, en mér þætti vænt um, ef hæstv. fjmrh. gæti gefið einhverjar upplýsingar varðandi þetta mál við 2. umr.